mánudagur, mars 27, 2006
Sannfær
Áfram kem ég með minn stórfenglega sannfæringarkraft. Já mér er að takast að sanka að mér fólki á Hrafnistu. Ohhh ég er svo best.
En eftir tíu mínútur þarf ég að vera stödd úti í strætóskýli, svona helst, ef ég vil komast til vinnu.
Þannig ég veit ekki afhverju í fjandanum ég er að blogga.
Ég ætla bara að senda samúð mína til Ástralíu þar sem þeir eru víst uppiskroppa með banana. Svo sendi ég hamingjuóskir til pápa sem verður hálfnaður í hundraðið á morgun. Ég á nefnilega örugglega ekki eftir að blogga á morgun...
Lifið heil.
Tinna - Leti er lífstíll
tisa at 16:06
5 comments